Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 23. maí 2021 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári um Brynjar Inga: Vonandi er hann framtíðarleikmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason var í gær valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Brynjar er fæddur árið 1999 og hefur leikið fantavel í hjarta KA-varnarinnar í upphafi móts.

KA lék gegn Víkingi í gær og var Kári Árnason, fyrirliði Víkings, spurður út í Brynjar.

Sjá einnig:
„Gaman fyrir hann og gaman fyrir félagið"

„Hann leit ágætlega út í dag, mjög góður á boltanum. Ég hef svo sem lítið séð hann, þetta er það eina sem ég hef séð af honum fyrir utan klippur í undirbúningi fyrir þennan leik. Hann virðist vera góður á boltanum og flottur leimaður," sagði Kári.

„Vonandi er hann framtíðarleikmaður. Það er alltaf skortur á hafsentum, það virðast allir spila í tíu í dag. Það er bara frábært ef það er ungur og efnilegur hafsent að koma upp," sagði Kári.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Kári Árna: Ætla ekki að fara að gefa upp okkar leyndarmál
Athugasemdir
banner
banner