Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. maí 2021 08:30
Victor Pálsson
Koeman: Hópurinn ekki nógu góður
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, heimtar að leikmannahópur liðsins verði styrktur í sumar.

Barcelona hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á tímabilinu og var alls ekki sannfærandi í Meistaradeildinni.

Koeman vill fá nýja leikmenn inn í sumarglugganum og gæti hann fengið þá ósk uppfyllta.

„Að mínu er þessi hópur ekki nógu góður miðað við það sem krafist er af félaginu og það sem við viljum frá Barcelona," sagði Koeman.

„Það eru eldri leikmenn hér með reynslu, með fullri virðingu fyrir þeim. Það eru ungir leikmenn hér sem fá meiri reynslu og verða betri."

„Þetta verkefni er ekki búið og það er ekki hægt að afreka allt á einu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner