Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. maí 2021 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City búið að bjóða í Kane - Keita vill fara
Powerade
Hvert fer Kane?
Hvert fer Kane?
Mynd: EPA
Keita búinn að fá nóg hjá Liverpool
Keita búinn að fá nóg hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið í boði Powerade og tekið saman af BBC



Chelsea vill fá Declan Rice (22) frá West Ham. Man Utd og Man City vilja hann einnig. Chelsea er tilbúið að láta Tammy Abraham (26) í skiptum. (Telegraph)

Man City bauð í Harry Kane (27) í janúar en Daniel Levy neitaði. (Mirror)

Man Utd er tilbúið með risatilboð til að ná Kane á Old Trafford. (Times)

Marcus Rashford, Luke Shaw og Harry Maguire, samherjar Kane í landsliðinu, vonast til að fá Kane til United. (Sun)

Naby Keita (26) vill fara frá Liverpool og gæti hann farið til Atletico Madrid. (AS)

Everton og Juventus vilja fá Sergio Romero (34) sem yfirgefur Old Trafford í sumar. (Mail)

Man Utd undirbýr stórt tilboð í Kingsley Coman (24) hjá Bayern. (Bild)

Crystal Palace horfir til Victor Nelsson (22) miðvarðar FCK. Aston Villa hefur verið orðað við Danann. (Mail)

Leicester vill fá Ryan Bertrand (31) á frjálsri sölu. Arsenal og AC Milan hafa einnig áhuga. (Talksport)

Umboðsmaður Lautaro Martinez (23) hefur fundað með Atletico og Real Madrid. (Marca)

Bruno Fernandes (26) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning. (Mirror)

Jose Mourinho vill fá Wout Weghorst (28) frá Wolfsburg í staðinn fyrir Edin Dzeko (35). (Gazzettan)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner