Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. maí 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Fékk kökk í hálsinn þegar hann talaði um Aguero
Goðsögn fagnað.
Goðsögn fagnað.
Mynd: EPA
Sergio Aguero lék í dag sinn síðasta leik á Etihad-vellinum sem leikmaður Manchester City.

Hann skoraði eitt af fimm mörkum Man City í 5-0 sigri á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton.

Aguero kom til Man City frá Atletico Madrid fyrir tíu árum síðan. Hann kveður sem markahæsti leikmaður í sögu City og goðsögn hjá félaginu.

Pep Guardiola, stjóri Man City, fékk kökk í hálsinn þegar hann talaði um Aguero eftir leik og var tárum næst.

„Við elskum hann svo mikið. Hann er sérstök manneskja," sagði Guardiola þegar hann ræddi um Aguero en myndband má sjá hér að neðan.

Aguero, sem er 32 ára, er á leið aftur til Spánar, til Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner