Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 23. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PAOK grískur bikarmeistari - Sverrir Ingi í aðgerð á hné
Titlinum fagnað!
Titlinum fagnað!
Mynd: EPA
PAOK varð í gær grískur bikarmeistari þegar liðið vann grísku meistarana, og þá ríkjandi bikarmeistarana, í Olympiakos.

Leikar enduðu 1-2. Vierinha kom PAOK yfir á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Yann M'Vila jafnaði leikinn fyrir Olympiakos á 50. mínútu með skoti eftir hornspyrnu. M'Vila var sá brotlegi þega PAOK fékk vítið.

Það var svo Michael Krmencik sem skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma með góðu skoti. PAOK bikarmeistari líkt og fyrir tveimur árum.

Sverrir Ingi Ingason gekk í raðir PAOK í febrúar 2019 og varð því bikarmeistari með liðinu það árið einnig. Sverrir lék ekki í gær vegna hnémeiðsla.

Hann fór undir hnífinn á dögunum og verður ekki með A-landsliðinu í komandi verkefni. Sverrir hafði ekki leikið með PAOK síðan í apríl.


Athugasemdir
banner
banner
banner