Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. maí 2021 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rifjuðu upp ummæli landsliðsþjálfarans - Vildi ekki fá Partey í Arsenal
Partey hefur komið við sögu í 23 úrvalsdeildarleikjum.
Partey hefur komið við sögu í 23 úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Charles Akonnor, landsliðsþjálfari Ghana, var opinn með það að hann ráðlagði Thomas Partey, einni stærstu stjörnu Ghana, að ganga í raðir Arsenal síðasta haust.

Partey gekk í raðir Arsenal frá Atletico Madrid. Atletico varð spænskur meistari í gær á meðan Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Partey kostaði 45 milljónir punda og hefur spilað 32 leiki í öllum keppnum í vetur.

„Í hreinskilni vil ég ekki að hann fari til Arsenal því hjá Atletico mun hann alltaf spila í Meistaradeildinni," sagði Okonnor áður en Partey fór til Arsenal.

„Með Arsenal, þá er ég ekki viss. Arsenal stuðningsmenn munu drepa mig fyrir að segja þetta. Ég vona að Atletico geti borgað honum það sem Arsenal er tilbúið að borga," sagði Okonnor.

ESPN rifjaði þetta upp í gær þegar Atletico vann titilinn.


Athugasemdir
banner
banner