Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 23. maí 2021 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodgers: Leikmennirnir lagt hjarta og sál í verkefnið
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: EPA
Annað tímabilið í röð klúðraði Leicester því að komast í Meistaradeildina á síðustu stundu.

Það hvernig liðið klúðraði þessu í ár var miklu dramatískara en í fyrra. Nánar má lesa um það hérna og hérna.

Samt er árangurinn mjög góður hjá Leicester sem er ekki stærsta félagið á Englandi. Liðið vann FA-bikarinn og fer í Evrópudeildina á næsta tímabili.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við börðumst allt tímabilið. Ég hef alltaf sagt að þú ert dæmdur eftir 38 leiki og við náðum ekki yfir línuna," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir tapið gegn Tottenham í lokaumferðinni.

„Ég ber ekkert annað en stolt og aðdáun til leikmanna minna. Við höfum átt í miklum meiðslum og vorum 15 mínútum frá því að ná Meistaradeildarsæti. Við misstum Wesley Fofana af velli í dag. Með því misstum við mikla hæð í föstum leikatriðum. Við fengum á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði."

„Ég er ekkert annað en stoltur. Eigendurnir hafa gefið mér mikinn stuðning. Leikmennirnir hafa lagt hjarta og sál í verkefnið frá fyrsta degi. Ég er svo vonsvikinn fyrir þeirra hönd að við náðum ekki yfir línuna. Ég bið stuðningsmennina afsökunar og við munum undirbúa okkur enn betur fyrir næsta tímabil."
Athugasemdir
banner
banner
banner