Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. maí 2021 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo settur á bekkinn í mikilvægasta leik tímabilsins
Bekkjaður!
Bekkjaður!
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, hefur ákveðið að byrja með portúgölsku ofurstjörnuna Cristiano Ronaldo á bekknum þegar Juventus mætir Bologna eftir tæpar 20 mínútur.

Ronaldo er ekki meiddur, Pirlo vildi ekki gefa mikið upp um ástæðuna; hann sagði bara að þetta væri „tæknileg ákvörðun". Hvað sem það þýðir.

Ronaldo er 36 ára gamall og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann hefur á þessu tímabili skorað 29 mörk í 33 deildarleikjum.

Juventus er fyrir leikinn einu stigi frá Meistaradeildarsæti og er í hættu á að spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Ítalía: Sería A
18:45 Napoli - Verona
18:45 Spezia - Roma
18:45 Atalanta - Milan
18:45 Sassuolo - Lazio
18:45 Bologna - Juventus
18:45 Torino - Benevento
Athugasemdir
banner
banner
banner