Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. maí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Rúnar Már: Klárlega besta lið sem ég hef spilað með
Rúnar Már var í viðtali í Fréttablaðinu
Rúnar Már var í viðtali í Fréttablaðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í mars.
Á landsliðsæfingu í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson varð í liðinni viku rúmenskur meistari. Rúnar ræddi við Fréttablaðið og var viðtalið birt í gærmorgun.

Rúnar gekk í raðir Cluj frá FC Astana í Kasakstan í febrúar. Rúnar varð meistari með Astana árið 2019.

„Ég hafði mætt Cluj þegar ég var hjá Astana í forkeppni Meistaradeildar Evrópu áður en ég kom hingað þannig að ég vissi að ég var að koma í sterkt lið. Þetta er klárlega besta lið sem ég hef spilað með og pressan á að vinna titla er áþreifanleg," sagði Rúnar við Hjörvar Ólafsson hjá Fréttablaðinu.

Rúnar meiddist eftir komu sína til félagsins og var hægt og rólega settur inn í liðið. Hann var kominn á gott ról þegar úrslitakeppnin hófst eftir að deildarkeppninni lauk.

„Þegar út í úrslitakeppnina var komið fann ég vel fyrir því að það var pressa á að verða rúmenskur meistari. Báðir bekkirnir fengu áminningu vegna mótmæla í nánast öllum leikjum og þó svo að það væru engir áhorfendur var augljóst að ástríðan fyrir liðinu er mikil. Það var mjög gaman að spila tíu leiki í úrslitakeppninni við lið af svipuðum styrkleika þar sem allt er undir," sagði Rúnar um úrslitakeppnina.

Cluj varð meistari í fjórða skiptið. Rúnar segir að í úrslitakeppninni hafi farið minni tími í leikgreiningu. Æðri mættarvöld spili sinn þátt á móti.

„Það var líka áhugavert að upplifa hversu stóran sess trúin fær í fótboltanum þegar mikilvægi leikjanna verður meira. Þá fer minna fyrir leikgreiningu og taktík og traustið er lagt á æðri máttarvöld. Einhver æðri vera er beðin um að sjá til þess að allt fari vel. Það var magnað að sjá þetta og ég hafði ekki séð svona áður," sagði Rúnar.

Viðtalið í heild má lesa hér.
Athugasemdir
banner
banner