Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 23. maí 2021 13:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svíþjóð: Helsingborg vann án Böðvars - Bjarni Mark sá rautt í sigri
Bjarni Mark sá rautt
Bjarni Mark sá rautt
Mynd: Lars Jacobsson
Helsingborg, lið Böðvars Böðvarssonar heimsótti GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þá heimsótti Brage, lið Bjarna Mark Antonssonar, Östers.

Böðvar var í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í 2-0 tapi liðsins gegn Norrby í síðustu umferð. Helsingborg vann leikinn gegn GAIS með einu marki gegn engu. Markið kom á 23. mínútu en liðið spilaði síðan einum fleiri frá 30. mínútu.

Brage vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag en leikurinn endaði með tveimur mörkum gegn einu. Bjarni fékk að líta gula spjaldið eftir um hálftíma leik. Hann fékk síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Alex Þór Hauksson var ekki í leikmannahópi Östers vegna meiðsla.

Eftir leikina er Helsingborg í 5. sæti með 12 stig eftir átta leiki. Brage situr í 13.sæti með fimm stig eftir sjö leiki.

GAIS 0-1 Helsingborg
0-1 M. Svensson ('23)

Osters 1-2 Brage
0-1 L. Pllana ('16)
0-2 N. Soderberg ('49)
1-2 F. Ornblom ('86)
Athugasemdir
banner
banner