Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. maí 2021 13:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Karólína og Alexandra komu inn af bekknum
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern Munchen vann öruggan sigur á Bayer Leverkusen í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildar kvenna í dag. Frankfurt tapaði gegn Wolfsburg.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern Munchen er liðið vann öruggan 4-0 sigur á Bayer Leverkusen í dag. Karólína kom inná þegar um 10. mínútur voru eftir af leiknum. Sandra María Jessen hefur ekki spilað með Leverkusen þar sem hún er í barneignarleyfi.

Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði á varamannabekk Frankfurt en liðið tapaði 3-2 gegn Wolfsburg á heimavelli sínum. Alexandra kom inná þegar um 10. mínútur voru eftir.

Bayern Munchen og Wolfsburg berjast um titilinn en Bayern er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir. Frankfurt siglir lygnan sjó í 6.sæti.
Athugasemdir
banner
banner