Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. maí 2021 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
St Totteringham’s ekki í ár, fimmta árið í röð
Arsenal endaði í áttunda sæti og með einn titil; Samfélagsskjöldinn. Ekki gott tímabil...
Arsenal endaði í áttunda sæti og með einn titil; Samfélagsskjöldinn. Ekki gott tímabil...
Mynd: Getty Images
Mánudaginn 1. maí 2017 birtist frétt hér á Fótbolta.net um að St Totteringham's dagurinn yrði ekki haldinn hátíðlegur það ár.

Stuðningsmenn Arsenal bjuggu til St Totteringham's daginn en það er sá dagur þar sem ljóst er að Tottenham á ekki lengur möguleika á því að enda fyrir ofan Arsenal.

Árið 2017 var í fyrsta sinn í 22 ár þar sem dagurinn varð ekki. Núna er árið 2021 og stuðningsmenn Arsenal hafa ekki getað fagnað deginum í fimm tímabil í röð.

Það var útlit fyrir það í dag að það myndi loksins gerast þegar lokaumferðin fór fram. Arsenal var 2-0 yfir gegn Brighton og Tottenham 2-1 undir gegn Leicester. Á stundarfjórðungi kom Tottenham hins vegar til baka og vann 4-2 sigur á Leicester.

Tottenham endar í sjöunda sæti og Arsenal í áttunda sæti. Tottenham fer í nýja Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð en það verður enginn Evrópubolti hjá Arsenal á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner