Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. maí 2021 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vangaveltur um það hvort Gylfi hefði átt að taka spyrnuna aftur
Mynd: EPA
Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítapunktinum þegar Everton tapaði 5-0 fyrir Manchester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi fékk tækifæri til að minnka muninn í 2-1 eftir að Kevin de Bruyne og Gabriel Jesus komu Man City 2-0 yfir.

Gylfi fór á vítapunktinn eftir að brotið var á Richarlison en Ederson, Brasilíumaðurinn í marki City, sá við honum.

Það voru vangaveltur um það hvort að Gylfi hefði ekki átt að fá að taka spyrnuna aftur þar sem menn voru mættir inn í teiginn áður en hann spyrnti í boltann.

Liverpool Echo segir frá því að Michael Oliver, dómari leiksins, og VAR hefðu tekið ákvörðun um að halda leik áfram þar sem enginn af þeim leikmönnum sem fóru snemma inn í teig höfðu áhrif á leikinn í kjölfarið.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti flott tímabil með Everton og skoraði hann átta mark í 43 keppnisleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner