Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. maí 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa fær Kamara á frjálsri sölu - Fer ekki til Man Utd
Mynd: EPA

Aston Villa er svo gott sem búið að ganga frá samning við franska miðjumanninn Boubacar Kamara sem kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Marseille.


Kamara er 22 ára gamall og hefur verið fastamaður í sterku liði Marseille undanfarin ár.

Kamara er varnartengiliður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður.

Það verður áhugavert að fylgjast með Kamara í ensku úrvalsdeildinni en þessi kröftugi miðjumaður hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Frakka.

Hann á 48 leiki að baki fyrir yngri landsliðin og hefur í heildina spilað 170 keppnisleiki fyrir aðallið Marseille. 

Manchester United var orðað við Kamara í janúar og var sagt hafa boðið Frakkanum fimm ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner