Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. maí 2022 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri frábært ef þeir myndu fara á eftir titlinum núna, tapa honum og vinna hann næst"
Besti framherjinn í deildinni eins og staðan er í dag
Marki fagnað á Dalvík.
Marki fagnað á Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Emil Atlason með boltann undir úlpunni eftir að hafa skorað þrennu gegn Víkingi fyrr á tímabilinu.
Emil Atlason með boltann undir úlpunni eftir að hafa skorað þrennu gegn Víkingi fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Pétursson er stuðningsmaður Stjörnunnar og var hann sérfræðingur í Bestu stúkunni eftir leiki laugardagsins í Bestu deild karla. Stjarnan vann sinn annan sigur í röð þegar liðið lagði KA, 0-2, á Dalvíkurvelli. Í leiknum á undan vann Stjarnan 1-0 sigur gegn Val.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Stjarnan

Máni tjáði sig um Emil Atlason sem skoraði sitt sjöunda deildarmark á laugardag.

„Þú hefur ekki séð neitt ennþá, þetta er rétt að byrja," sagði Máni við þáttarstjórnandann Rikka G.

„Ef Emil Atlason helst heill þá mun hann skora talsvert af mörkum, það er ekki spurning um það. Þetta er frábær framherji og maður hefur alltaf velt því fyrir sér af hverju menn hafa verið að efast um hæfileikana. Hann er búinn að vera alveg ótrúlega óheppinn með meiðsli. Alltaf þegar hann hefur verið alveg við það að komast í gang þá hefur hann lent í einhverjum meiðslum."

„Í leikmannahópi Stjörnunnar hefur enginn efast, þeir hafa alltaf verið harðir á því að Emil Atlason væri nógu góður framherji til að spila í efstu deild og hann er heldur betur að sýna það núna. Hann er besti framherjinn í deildinni eins og staðan er í dag,"
sagði Máni.

Garðbæingar séu miklu ástfangnari og hrifnari af þessu liði
Rikki spurði Mána hvort hann héldi að Stjarnan geti verið í titilbaráttu.

„Nei, það held ég ekki. Ég held að það sé gefið mál út af því að það er verið að byggja upp nýtt lið og Stjarnan er töluvert á eftir mörgum af hinum liðunum."

„Stjarnan getur farið þetta á stemningu og hlaupum og annað en það mun reyna á litla haus og þeir þurfa að sækja einhverja reynslu. En það væri frábært ef þeir myndu fara á eftir titlinum núna, tapa honum núna og vinna hann næst."

„Stjarnan er búin að tapa stigum á móti Fram og tapa stigum á móti Skaganum. Það verða erfiðu leikirnir fyrir Stjörnuna, það verður að gíra sig upp í þá leiki. Þeir munu alveg geta gírað sig upp í leiki á móti liðunum sem þeir ættu kannski frekar að tapa fyrir."

„Ég held að það verði því miður ekki núna [sem Stjarnan getur orðið meistari] en ef Stjarnan fer í efri hlutann á deildinni þá kæmi mér ekkert á óvart ef þeir myndu klára þetta á næsta ári. Ég vona að menn fari ekki að byggja sér einhverjar skýjaborgir og halda að þeir séu komnir með eitt besta lið landsins.

Þetta er hins vegar frábært á að horfa og að sjá 5-6 Garðbæinga inná í hverjum einasta leik, fimm annars flokks leikmenn þegar mest var - ég held að þetta sé einsdæmi. Þetta er frábært og þarna eru Gústi og Jökull að gera frábæra hluti. Ég held að Garðbæingar séu miklu ástfangnari og hrifnari af þessu liði heldur en af mörgum öðrum liðum sem voru betri því það er svo skemmtilegt að horfa á sína stráka gera góða hluti,"
sagði Máni.

Hér að neðan má sjá viðtal við Þórarinn Inga Valdimarsson eftir leikinn gegn KA.
Þórarinn Ingi hrósar ungu strákunum - „Þeir eru að standa sig frábærlega"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner