Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. júní 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron myndi aftur velja Bandaríkin fram yfir Ísland
Icelandair
Aron Jóhannsson og Clint Dempsey.
Aron Jóhannsson og Clint Dempsey.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson, sóknarmaður Werder Bremen, kveðst ekki sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að spila fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska.

Aron fæddist í Bandaríkjunum en hann á íslenska foreldra og er uppalinn hér á landi. Hann spilaði í meistaraflokki með Fjölni í Grafarvogi.

Aron kaus frekar að spila fyrir bandaríska landsliðið þar sem hann taldi sig eiga betri möguleika á því að spila fyrir það á stórmóti. Hann spilaði fyrir Bandaríkin á HM 2014, en nú er Ísland á HM, ekki Bandaríkin.

„Þú vilt vita hvort ég myndi taka sömu ákvörðun í dag?" segir Aron og hlær að því er kemur fram á Yahoo Sports.

„Já, ég myndi taka sömu ákvörðun. Ég segi það alltaf við vini og fjölskyldu, að spila fyrir Bandaríkin hefur verið ótrúlegt."

Aron á að baki 19 landsleiki fyrir Bandaríkin en síðasti leikur hans kom 2015. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner