lau 23. júní 2018 14:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Byrjunarlið Mexíkó og Suður-Kóreu: Hernandez byrjar frammi
Hvað gerir Hernandez í dag?
Hvað gerir Hernandez í dag?
Mynd: Getty Images
Son Heung-Min þarf að eiga góðan leik.
Son Heung-Min þarf að eiga góðan leik.
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin eru klár fyrir leik Mexíkó og Suður-Kóreu sem mætast klukkan 15:00 í dag í F-Riðli.

Mexíkó byrjaði heimsmeistaramótið afar vel er þeir sigruðu Þýskaland í frábærum fótboltaleik.

Mexíkó gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu en Álvarez kemur inn í stað Castro. Að öðru leiti er liðið óbreytt og það verður spennandi að fylgjast með framlínu Mexíkó í dag.

Suður-Kórea tapaði fyrir Svíþjóð og eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir þurfa nauðsynlega á að minnsta kosti stigi að halda í dag og vonast þeir eftir því að stjörnuleikmaður þeirra, Son Heung-Min eigi góðan dag.

Mexíkó
Ochoa; Álvarez, Salcedo, Moreno, Gallardo, Herrera, Guardado, Layún, Vela, Lozano, Javier Hernández

Suður-Kórea
Cho Hyun-Woo; Lee Yong, Jang Hyun-Soo, Kim Young-Gwon, Kim Min-Woo, Moon Seon-Min, Ju Se-Jong, Ki Sung-yueng, Lee Jae-Sung, Hwang Hee-Chan, Son Heung-Min
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner