Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. júní 2018 12:55
Elvar Geir Magnússon
Enska liðið opnar sig og gefur meira af sér til fjölmiðla
Ljósmyndari enska knattspyrnusambandsins tekur myndir utan vallar sem enskir fjölmiðlar fá aðgang að.
Ljósmyndari enska knattspyrnusambandsins tekur myndir utan vallar sem enskir fjölmiðlar fá aðgang að.
Mynd: Enska knattspyrnusambandið
Stirt samband enska landsliðsins við enska fjölmiðlamenn hefur lengi verið í umræðunni. Það samband virðist vera að breytast undir stjórn Gareth Southgate sem leggur áherslu á að fjölmiðlar fái betri aðgang að leikmönnum liðsins.

Hann vonast til þess að þetta skapi jákvæðara andrúmsloft og umfjöllun.

Simon Burnton, fréttamaður Guardian, segir að enska landsliðið í dag gefi ekki frá sér hrokafullt viðmót og það sé breyting frá því sem áður var.

Daniel Taylor, einn verðlaunaðasti íþróttablaðamaður heims, hefur spilað pílukast og ballskák við leikmenn enska landsliðsins í kringum fjölmiðlaviðburði og meðal annars lagt Jamie Vardy í síðarnefndu íþróttinni.

Það er ekki bara í samskiptum við fjölmiðla sem Southgate er með áherslubreytingar. Leikmenn liðsins fá miklu meiri frítíma til að hitta fjölskyldur og vini heldur en hefur þekkst hjá enska liðinu á stórmótum.

Það má jafnvel segja að Southgate sé að fara „íslensku leiðina" en þessar áherslur eru eitthvað sem við Íslendingar þekkjum vel.

Þetta gleðilega andrúmsloft getur þó verið fljótt að breytast þegar úrslit enska landsliðsins verða þjóðinni ekki að skapi. England vann Túnis í fyrsta leik sínum á HM og mætir Panama á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner