Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. júní 2018 10:12
Elvar Geir Magnússon
Forseti FIFA elskar íslenska landsliðið - Mætti í klefa liðsins
Icelandair
Infantino og Guðni Bergsson í stúkunni.
Infantino og Guðni Bergsson í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gianni Infantino, forseti FIFA, er mjög hrifinn af íslenska landsliðinu. Hann hefur verið í stúkunni í báðum leikjum Íslands á HM.

Fyrir leikinn gegn Argentínu átti hann langt og gott spjall við Guðna Bergsson, formann KSÍ, og svo sátu þeir tveir saman á leiknum gegn Nígeríu í gær.

„Við erum að vekja athygli og margir hrífast með okkur á HM og öllu því sem við stöndum fyrir. Ég heyri það bara á honum að hann er mjög hrifinn af íslenska landsliðinu og kom niður í klefa til okkar eftir leikinn," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Hann heilsaði aðeins upp á leikmenn og hefur verið mjög hvetjandi og jákvæður í okkar garð. Það hefur verið mjög gaman að spjalla við hann um fótbolta almennt og mótið. Það segir sitt hvað hann hefur verið áhugasamur um íslenska landsliðið."

Í leiknum gegn Argentínu voru íslenskir stuðningsmenn í miklum minnihluta miðað við þá argentínsku. Ræddi Guðni það eitthvað við Infantino?

„Nei í sjálfu sér ekki. Það er lógísk skýring á þessu. Argentínumenn eru hérna með um 30 þúsund manns og fóru bara á almennan markað miða auk úthlutunar. Þeir fóru á 'svarta markaðinn' og keyptu upp alla þessa miða. Það skýrir þennan mun. Við fengum sömu úthlutun og Argentínumenn en hún mætti auðvitað vera hærri. Ég ætla nú að fá fund og ræða þetta," segir Guðni.
Guðni Bergs skolar vonbrigðin af sér í rigningunni - Skilur Króata vel
Athugasemdir
banner
banner