lau 23. júní 2018 20:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Fyrrum leikmaður Nígeríu: Verkefnið er langt í frá að vera búið
Garba Lawal í leik með Nígeríu gegn Írlandi árið 2004.
Garba Lawal í leik með Nígeríu gegn Írlandi árið 2004.
Mynd: Getty Images
Garba Lawal sem lék með landsliði Nígeríu á árunum 1997 til 2006 hrósar liðinu fyrir góðan leik í gær en minnist á það að sæti þeirra í 16-liða úrslitum sé ekki komið í hús þrátt fyrir 2-0 sigur á Íslandi í gær.

„Hrós til leikmanna okkar (Nígeríu), þeir gerðu þetta frábærlega í leiknum í gær. Þjálfarinn tók ákvarðanir í gær sem reyndust okkur vel."

„Enginn leikur spilast eins og hvernig þjálfarinn stillir upp liðinu fer allt eftir því hver mótherjinn er. Ég vona að þeir spili jafn vel gegn Argentínu og í leiknum gegn Íslandi, þeir eru búnir með verkefni eitt sem var Ísland næst er það verkefni tvö sem er Argentína."

„Það getur enn allt gerst í þessum riðli, við eigum enn eftir að spila við Argentínu. Þeir (leikmenn Nígeríu) þurfa að leggja mikið á sig á þriðjudaginn því verkefnið er langt í frá að vera búið, " sagði Lawal sem lék 57 landsleiki fyrir Nígeríu.
Athugasemdir
banner
banner