Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 23. júní 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Hreiðars: Nudda Hannesi ekki upp úr þessum mörkum
Icelandair
Gummi og Hannes á æfingu í Rússlandi.
Gummi og Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sepp Maier sagði einu sinni að það væri ekkert óverjandi og maður ætti alltaf að vera þar sem boltinn kæmi. Það væri kjánalegt hjá mér að segja að hann ætti að gera eitthvað betur," sagði markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í mörkin sem Hannes Þór Halldórsson fékk á sig gegn Nígeríu í gær.

Ahmed Musa, framherji Leicester, skoraði bæði mörk Nígeríu í síðari hálfleiknum.

„Hann var nálægt því að verja fyrsta markið. Höndin hefði getað verið aðeins ofar eða aðeins utar. Hann er nálægt og gerir sig eins breiðan og hann getur. Það er erfitt að setja eitthvað út á það."

„Í seinna markinu hefði hann mögulega getað farið fyrr út en þá hefði hann líka getað litið mjög illa út og verið kominn í einskins manns land. Ég ætla ekki að nudda honum upp úr þessum tveimur mörkum. Það er alveg klárt."

Guðmundur hefur verið ánægður með Hannes í leikjunum hingað til.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans og hugarfar. Ég er rosalega ánægður með alla markmennina á mótinu hingað til. Þeir hafa lagt sig gríðarlega vel fram og stutt vel við hvorn annan. Þeir hafa allir bætt sig og eru í rosalega góðu standi. Ég er ánægður með Hannes og ég er ánægður með hina tvo."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.

Sjá einnig:
Gummi Hreiðars þurfti að öskra til að fá VAR vítið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner