Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM í dag - Þjóðverjar þurfa sigur
Mynd: Getty Images
HM heldur áfram. Ísland tapaði í gær en nú er það gleymt og grafið. Næsti leikur Íslands er á þriðjudagskvöld gegn Króatíu. Þá kemur í ljós hvort Ísland fari áfram eða ekki.

Dagurinn í Rússlandi byrjar á leik Belgíu og Túnis í hádeginu. Belgía vann Panama 3-0 í fyrsta leik og getur mögulega tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri í dag.

Leikur Belgíu og Túnis er eini leikurinn í G-riðli en í F-riðli eru tveir leikir. Þýskaland tapaði gegn Mexíkó í fyrsta leik og þarf að vinna Svíþjóð í leik sem hefst klukkan 18:00. Heimsmeistarararnir mega ekki við neinu öðru en sigri.

Klukkan 15:00 spilar Suður-Kórea við Mexíkó í hinum leik dagsins í F-riðli. Nær Suður-Kórea að stríða Mexíkó?

Leikir dagsins:

F-riðill:
15:00 Suður-Kórea - Mexíkó
18:00 Þýskaland - Svíþjóð

G-riðill:
12:00 Belgía - Túnis
Athugasemdir
banner
banner
banner