Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júní 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Verðum að eyða pening til að vera samkeppnishæfir
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp segir að Liverpool verði að eyða pening á leikmannamarkaðinum til að vera samkeppnishæft. Önnur stórlið munu eyða háum upphæðum í sumar og er hægt að búast við því sama af Liverpool.

Klopp notaði yfir 170 milljónir punda til að fá Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri síðasta sumar en í glugganum á undan hafði hann bætt heimsmet fyrir varnarmann með að kaupa Virgil van Dijk á 75 milljónir.

„Þegar ég var ennþá í þýska boltanum var Bayern með endalausan pening til að kaupa leikmenn. Þá voru þeir með um 100 milljón pund til afnota," sagði Klopp við þýska miðilinn ZDF.

„Á leikmannamarkaðinum í dag færðu einn góðan miðvörð fyrir þennan pening. Þessi endalausi peningur er nóg til að kaupa einn leikmann á markaðinum í dag og þá dekkar það ekki einu sinni launin.

„Markaðurinn hefur breyst meira en ég bjóst við en ég stend við það sem ég sagði. Ef fótbolti fer á það stig þar sem peningar skipta öllu máli og fótboltinn engu máli, þá mun ég hætta.

„Liverpool er metnaðarfullt félag og ef við eyðum ekki sama pening og hin liðin þá getum við ekki verið samkeppnishæfir. Allir í kringum okkur eru að eyða pening þannig við verðum að gera slíkt hið sama."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner