Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júní 2020 15:37
Magnús Már Einarsson
Barcelona samþykkir hátt tilboð Juventus í Arthur
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur samþykkt 80 milljóna evra (72,5 milljóna punda) tilboð frá Juventus í miðjumannin Arthur.

Brasilíumaðurinn hefur áður sagt að hann vilji ekki yfirgefa herbúðir Barcelona en hann vill frekar berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu.

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, vill byggja miðju liðsins í kringum Arthur líkt og hann gerði með Jorginho hjá Napoli og Chelsea.

Juventus hefur boðið hinum 23 ára gamla Arthur betri samning en hann er á hjá Barcelona og ítölsku meistararnir bíða nú eftir að sjá hvað hann ákveður að gera.

Arthur verður væntanlega í eldlínunni með Barcelona gegn Athletic Bilbao í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner