Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 23. júní 2020 22:27
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bryndís Arna: Svo mikið svekkelsi
Bryndís í leik með Fylki
Bryndís í leik með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í 3. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í kvöld eftir bráðskemmtilegar lokamínútur þar sem tvö glæsileg mörk komu í uppbótartíma. Bryndís Arna Níelsdóttir átti góðan leik fyrir Fylki og skoraði bæði mörk liðsins. Hún kom þeim yfir 2-1 í uppbótartíma með skoti sem fór í slánna og inn. Það dugði þó ekki til því Þróttarar svöruðu fyrir sig og jöfnuðu leikinn á ný.

"Svekkelsi. Svekkt að hafa ekki náð að vinna þennan leik, að þær skora þetta mark í uppbótartíma, þetta er bara svo mikið svekkelsi sko." sagði Bryndís Arna beint eftir leik.

Bryndísi þótti ekkert koma á óvart í leik Þróttar í kvöld. "Við hefðum bara getað spilað betur. Vorum ekki alveg upp á okkar besta. Sérstaklega í fyrrihálfleik, hefðum getað spilað boltanum betur. Við vorum mikið að sparka bara löngum boltum en í seinni hálfleik vorum við miklu betri að spila boltanum en svekkjandi að ná ekki í sigurinn." 

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þróttur R.

Fylkiskonur hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í upphafi móts. Þær eru ánægðar með þessa byrjun.

"Þetta er bara mjög góð byrjun, 7 stig eftir þrjá leiki, það er bara fínt. Við vildum fá 9 sko en ég meina, svona gerist." 

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA eftir viku. Það leggst mjög vel í Bryndísi.

"Við komum bara sterkar inn í næsta leik eftir þetta "set-back" og já, ætlum bara að taka hann"

Sæunn Rós leikmaður Fylkis meiddist á 85. mínútu og varin borin af velli á börum.

"Ég veit ekki hvað gerðist, hún hélt um hnéið sitt og öskraði þannig þetta lítur ekki vel út. Mjög leiðinlegt að missa hana úr liðinu, mjög góður leikmaður" sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner
banner