Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júní 2020 18:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Schmeichel varði víti í jafntefli
Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu í dag.
Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu í dag.
Mynd: Getty Images
Leicester City 0 - 0 Brighton
0-0 Neal Maupay ('14, klúðrað víti)

Leicester tók á móti Brighton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Klukkan 19:15 hefst seinni leikurinn, þá tekur Tottenham á móti grönnum sínum í West Ham.

Á King Power vellinum var ekkert mark skorað en á 12. mínútu fengu Brighton kjörið tækifæri til að skora. Aaron Cnnolly var felldur af James Justin í teignum og vítaspyrna dæmd.

Neal Maupay, hetjan frá leiknum gegn Arsenal um helgina, fór á punktinn en Kasper Schmeichel varði og hélt vítaspyrnu Maupay.

Fátt mjög markvert gerðist eftir þetta í leiknum. Heimamenn héldu betur í boltann og reyndu aðeins meira en fengu engin dauðafæri. Helst er frá því að segja að Lewis Dunk fékk boltann í höndina í uppbótartíma en Lee Mason ákvað að dæma ekki víti fyrir Leicester.

Leicester er áfram í 3. sæti deildarinnar, fjórum sigum fyrir ofan Cheslea og átta á eftir Man CIty. Brighton er í 15. sæti, fimm sitgum fyrir ofan það 16. og fjórum frá Southampton í 14. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner