Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. júní 2020 15:11
Elvar Geir Magnússon
Ferguson færist nær Palace
Nathan Ferguson sæll og glaður.
Nathan Ferguson sæll og glaður.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace færist nær því að tryggja sér Nathan Ferguson en þessi 19 ára varnarmaður hefur hafnað tilboði West Brom um nýjan samning.

Ferguson var nálægt því að fara til Selhurst Park í janúar en meiddist á hné og fór í aðgerð.

Á heimasíðu West Brom segir að félagið hafi boðið Ferguson góðan samning en hann hafi hafnað og sé greinilega að hugsa sér til hreyfings.

Ferguson hefur verið hjá West Brom síðan hann var átta ára gamall en hann mun væntanlega berjast við Joel Ward um hægri bakvarðarstöðuna hjá Palace.

West Brom er á toppi Championship-deildarinnar en Palace í níunda sæti úrvalsdeildarinnar.

Palace hefur einnig sýnt kanadíska sóknarmanninum Jonathan David hjá Gent áhuga en talið er að þessi tvítugi leikmaður vilji frekar fara til Þýskalands.
Athugasemdir
banner
banner
banner