Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. júní 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Hjammi: Lloris er byggður eins og bankamaður
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, var til umræðu í enska Innkastinu í dag. Tottenham stuðningsmennirnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson voru gestir þáttarins.

„Lloris er byggður eins og bankamaður. Mér finnst oft eins og hann sé nýkominn úr HSBC bankanum. Svo fer hann í fótbolta með strákunum," sagði Hjálmar.

„Hann er sonur auðkýfinga. Pabbi hans er roslega ríkur. Sagan segir að pabbi hans sé með íslenskri konu, að fósturmamma hans sé íslensk. Við þurfum að fara á stúfana og kanna þetta mál."

Hinn 33 ára gaml Lloris hefur gert nokkur mistök undanfarin tímabil.

„Hann er oft eins og skógarköttur í markinu. Hann er búinn að trufla mig aðeins. Hann er fyrirliðinn okkar og er ennþá með þetta. Við ættum ekki að stökkva á hvað sem er," sagði Ingimar en hann gæti séð annan markvörð taka stöðuna af honum á næstunni.

„Tottenham hefur verið mikið orðað við markmenn undanfarin 1-2 ár og það styttist í þetta," sagði Ingimar.

„Ég held að Matt Ryan hjá Brighton myndi henta vel fyrir Tottenham. Hann mætti koma sem varamarkvörður og slá Lloris út á næsta ári," sagði Hjammi.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enska Innkastið - Man Utd á uppleið og Íslandstenging Lloris
Athugasemdir
banner
banner
banner