Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júní 2020 22:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hnémeiðsli að binda enda á feril Gunnars Þórs?
Gunnar Þór í leik í fyrra. Hann meiddist illa í kvöld.
Gunnar Þór í leik í fyrra. Hann meiddist illa í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sótillur út í knattspyrnusamband Íslands í kvöld. Það kemur til vegna þess að leika þurfti leik KR og Vængja Júpíters á gervigrasinu inn í Egilshöll en bæði félög höfðu óskað eftir því að leikið yrði á KR-vellinum.

Knattspyrnusambandið varð ekki við þeirri beiðni og segir Rúnar það vera vegna einhverra reglna. Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, meiddist illa á hné og segir Rúnar feril hins 34 ára gamala Gunnars á enda. Rúnar var í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-8 sigur KR í kvöld.

Sjá einnig:
Rúnar Kristins segir þetta óboðlegt: Annar leikmaður eyðileggur á sér hnéð

„Fyrst og fremst þetta gervigras sem olli spilamennskunni, óþolandi að þurfa spila hér inni. Sérstaklega þar sem bæði félög óskuðu eftir því að leikið yrði á KR-velli. Það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum. Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hérna út af hnémeiðslum sem er hægt að rekja til þessa gervigrass sem er hérna."

„Nú er ég ekki að álasa Vængjum Júpíters á einn eða neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð. Þetta er alltof dýrt."


Rúnar vitnar í það þegar Emil Ásmundsson meiddist fyrr í vetur einmitt á gervigrasinu í Egilshöll. Viðtalið má hlusta á heild sinni hér að neðan.
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Athugasemdir
banner
banner
banner