þri 23. júní 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Reynsluboltarnir í SR mæta Val í bikarnum
Valsmenn eiga leik gegn SR
Valsmenn eiga leik gegn SR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Breiðablik spilar við KR á Kópavogsvelli
Breiðablik spilar við KR á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er margt um að vera í íslenska boltanum í dag en Mjólkurbikar karla heldur áfram og er sæti í 16-liða úrslitum í boði. Þá eru þrír leikir í Pepsi Max-deild kvenna.

ÍBV fær Tindastól á Hásteinsvöll í Mjólkurbikarnum en leikurinn hefst klukkan 18:00. Á sama tíma mætast Fram og ÍR á Fram-vellinum í Safamýri.

Þrír leikir eru á dagskrá klukkan 19:15. Afturelding mætir seigu liði Árborgar á Fagverksvellinum í Varmá á meðan SR fær verðugt verkefni gegn Val. Hjörtur Júlíus Hjartarson og Björgólfur Takefusa leiða framlínu SR en saman eiga þeir 346 mörk með meistaraflokki í deild- og bikar.

KR-ingar spila þá við Vængi Júpiters í Egilshöllinni. Grótta fær Hött/Hugin í heimsókn.

Þrír leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna. Breiðablik spilar við KR á Kópavogsvelli. FH mætir Selfyssingum og Fylkir spilar við Þrótt R.

Auk þess eru þrír leikir í 4. deild karla en hér fyrir neðan má sjá alla leiki dagsins.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar karla
18:00 ÍBV-Tindastóll (Hásteinsvöllur)
18:00 Fram-ÍR (Framvöllur)
19:15 Afturelding-Árborg (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 SR-Valur (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Vængir Júpiters-KR (Egilshöll)
20:15 Grótta-Höttur/Huginn (Vivaldivöllurinn)

Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 FH-Selfoss (Kaplakrikavöllur)
19:15 Fylkir-Þróttur R. (Würth völlurinn)

4. deild karla - C-riðill
20:00 KÁ-Berserkir (Ásvellir)
20:00 KFB-Hamar (Bessastaðavöllur)

4. deild karla - D-riðill
20:00 KH-Árborg (Valsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner