Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 23. júní 2020 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikarinn: KR svaraði jöfnunarmarki með sjö mörkum - Valur og Afturelding áfram
Ægir Jarl skoraði þrjú fyrir KR.
Ægir Jarl skoraði þrjú fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason er kominn á blað hjá Val.
Aron Bjarnason er kominn á blað hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrem leikjum var rétt í þessu að ljúka í 32- liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fyrr í kvöld komust ÍBV og Fram áfram og á Vivaldi vellinum er í gangi leikur Gróttu og Hattar/Hugins.

Við hefjum yfirferðina í Egilshöll þar sem Vængir Júpíters, sem leika í 3. deild, tóku á móti Íslandsmeisturum KR. Kristján Flóki Finnbogason kom gestunum yfir áður en Andi Andri Morina jafnaði muninn tveimur mínútum síðar, óvænt. Stefán Árni Geirsson sá til þess að KR leiddi í leikhléi og tvö mörk frá Ægi Jarli Jónassyni og eitt frá Pabloy Punyed komu KR í 1-5. Íslandsmeistararnir voru ekki hættir því undir lok leiks voru skoruð þrjú mörk á þriggja mínútna kafla og enduðu leikar 1-8.

Í Mosó tók Lengjudeildarlið Áftureldingar á móti 4. deildarliði Árborgar sem hafði vakið athygli í fyrri umferðum með því að slá út bæði Augnablik og Njarðvík. Markalaust var í leikhléi en í seinni hálfleik tókst Aftureldingu að skora þrjú mörk gegn engu frá gestunum. Bikarævintýri Árborgar úti og Afturelding komið áfram í 16-liða úrslit.

Að lokum tók SR á móti Val á Eimskipsvellinum í Laugardal. SR leikur í 4. deild og í fremstu víglínu byrjuðu þeir Björgólfur Takefusa og Hjörtur Hjartarson, markahrókar sem komnir eru á seinni árin í boltanum. Björgólfur fékk tækifæri til að koma heimamönnum yfir úr vítaspyrnu en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði spyrnu Bjögga.

Það voru þeir Sigurður Egill Lárusson, Lasse Petry og Aron Bjarnason sem tryggðu Val sigurinn. Sigurður skoraði í fyrri hálfleik en seinni mörkin tvö komu í seinni hálfleiknum.

Vængir Júpiters 1 - 8 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason ('4 )
1-1 Andi Andri Morina ('6 )
1-2 Stefán Árni Geirsson ('31 )
1-3 Ægir Jarl Jónasson ('50 )
1-4 Pablo Oshan Punyed Dubon ('66 )
1-5 Ægir Jarl Jónasson ('81 , víti)
1-6 Ægir Jarl Jónasson ('90)
1-7 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('92)
1-8 Kennie Chopart ('93)
Lestu um leikinn.

Afturelding 3 - 0 Árborg
1-0 Alejandro Zambrano Martin ('54 )
2-0 Ívar Örn Kristjánsson ('59 , sjálfsmark)
3-0 Valgeir Árni Svansson ('62 )
Lestu um leikinn.

SR 0 - 3 Valur
0-0 Björgólfur Hideaki Takefusa ('24 , misnotað víti)
0-1 Sigurður Egill Lárusson ('33 )
0-2 Lasse Petry Andersen ('53 )
0-3 Aron Bjarnason ('92)
Lestu um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner