banner
   þri 23. júní 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Salah byrjar væntanlega á morgun
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, sóknarleikmaður Liverpool, verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Crystal Palace annað kvöld.

Egypski landsliðsmaðurinn var ónotaður varamaður í markalausu jafntefli gegn Everton á sunnudag en hann spilaði ekki í æfingaleik fyrir mót vegna meiðsla.

Vinstri bakvörðurinn Andy Robertson snýr einnig aftur en hann missti af leiknum á Goodison Park. Endurkoma hans kemur á góðum tíma en James Milner getur ekki spilað vegna meiðsla og þá er Joel Matip ekki leikfær vegna meiðsla á tá.

„Salah æfði með venjulegum hætti í gær og ef hann gerir það aftur í dag þá er hann klár í leikinn. Það sama á við um Robbo," segir Jurgen Klopp.

Liverpool er á barmi þess að innsigla Englandsmeistaratitil sinn en getur ekki gert það í leiknum á morgun. Ef Liverpool vinnur og Manchester City vinnur ekki Chelsea á fimmtudag þá er titillinn í höfn.
Athugasemdir
banner