Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. júní 2020 12:24
Elvar Geir Magnússon
Setja bann á flug með borða
Mynd: Getty Images
Flugvöllurinn í Blackpool hefur sett bann á að flugvélar fljúgi með borða frá þeirra flugvelli. Þetta kemur í kjölfarið á því að flugvél flaug með borða með skilaboðunum 'White Lives Matter Burnley' yfir Etihad leikvanginn í gærkvöldi.

Manchester City var þá að spila gegn Burnley og í tilkynningu frá flugvellinum í Blackpool er sagt að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

„Við erum á móti rasisma af öllum toga og fordæmum þessa hegðun. Ákvörðunin um að fljúga með þennan borða var algjörlega tekin af fyrirtæki sem selur þessa þjónustu. Þetta var gert án samþykkis eða vitneskju flugvallarins," segir í tilkynningunni.

Lögreglan er með þetta mál í skoðun og flugvöllurinn hefur nú sett bann á allt flug með borða.

Burnley hefur einnig fordæmt þennan borða en enska úrvalsdeildin hefur í samvinnu við félögin í deildinni tekið þátt í baráttu gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi gegn svörtu fólki.

Sjá einnig:
Ben mee um borðann: Þetta er skammarleg hegðun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner