Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 23. júní 2020 10:36
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Verður einn daginn markvörður Englands og Man Utd
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur svarað þeirri gagnrýni sem markvörðurinn David de Gea fékk eftir mistökin gegn Tottenham.

„Ég tel að þú sért ekki á slæmu skriði þegar þú færð á þig tvö mörk í sjö leikjum, sem inniheldur leiki gegn Manchester City, Chelsea, Tottenham og Everton. Þetta var skrítið mark gegn Everton," segir Solskjær.

„Hann hefði mögulega getað varið þetta á föstudaginn. En hann tekur mikilvægar vörslur fyrir okkur. Hann vinnur leiki fyrir okkur og er mjög sterkur andlega. Ég tel enn að hann sé besti markvörður heims."

Manchester United mætir Sheffield United á morgun. Markvörðurinn Dean Henderson verður ekki með Sheffield í leiknum en hann er á láni frá Rauðu djöflunum.

„Dean Henderson hefur átt frábært tímabil. Lánsdvölin hefur virkað eins vel og við vonuðumst eftir," segir Solskjær.

„Það er öðruvísi hlutverk að spila fyrir Sheffield United en Manchester United. Árin tvö sem hann hefur verið í Sheffield hafa verið frábær fyrir þróun hans. Hann hefur spilað í liði sem spilar magnaðan fótbolta og hann hefur unnið nokkur stig með vörslunum sínum."

„Hann vill verða bestur. Það er góð þjálfun í Sheffield og einn daginn verður hann aðalmarkvörður Englands og Manchester United."
Athugasemdir
banner
banner
banner