Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júní 2020 21:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sonur Bjarna Guðjóns skoraði fyrir KR
Jóhannes er fimmtán ára gamall.
Jóhannes er fimmtán ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason er fæddur árið 2005 og er því fimmtán ára gamall. Hann er sonur Bjarna Guðjónssonar, aðstoðarþjálfara KR og fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns. Jóhannes vakti athygli þegar hann kom inn á í æfingaleik fyrir mót og í kvöld lék hann síðustu tuttugu mínúturnar eða svo þegar KR vann stórsigur á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum.

Jóhannes kom inn á í stöðunni 1-4 fyrir KR og eftir það átti KR eftir að bæta við fjórum mörkum. Eitt af þeim skoraði hann sjálfur.

„MAAAAAAAARK. Jóhannes skorar í sínum fyrsta keppnisleik með KR aðeins 15 ára gamall. Fær boltann frá Ægi og setur boltan í nær," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Jóhannes var ekki hættur því mínútu seinna lagði hann upp mark fyrir Kennie Chopart. „KR ER MEÐ SÝNINGU HÉRNA Í EGILSHÖLL. Jóhannes tekur hornspyrnu sem Vængir hreinsa beint á Kennie sem tekur hann niður og hamrar boltan í nærhornið."

Góður dagur fyrir KR og Jóhannes og líklega dagur sem hann mun gleyma seint.



Lestu meira um leik KR og Vængja Júpíters.

Sjá einnig:
Mjólkurbikarinn: KR svaraði jöfnunarmarki með sjö mörkum - Valur og Afturelding áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner