þri 23. júní 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Tómas Ingi: Eins og búningurinn hafi ekki verið þveginn í tólf ár
Daníel í leiknum á sunnudag.
Daníel í leiknum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Stöð 2 Sport, segir að Daníel Hafsteinsson, miðjumaður FH, hafi fengið ótrúlega mikið pláss í 2-1 sigrinum á ÍA í fyrradag.

Daníel lagði upp seinna mark FH í leiknum en hann var í byrjunarliðinu eftir að hafa byrjað á bekknum gegn HK í fyrsta leik.

„Það er eins og það hafi ekki verið þveginn búningurinn í tólf ár. Það var enginn nálægt honum. Hann var alltaf einn og ótrúlegt pláss sem hann fær í leiknum. Hann er klókur en sá sem spilaði á móti honum var það þá ekki eða hvað?“" sagði Tómas Ingi Tómasson í Pepsi-Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær.

Sigurvin Ólafsson ræddi einnig frammistöðu Daníels í leiknum.

„Úr fjarska þá virkaði hann mjög þungur og fyrstu mínúturnar leist mér ekkert á þetta. Það hafði enginn áhrif því hann var einn besti maðurinn þarna en mér fannst utan frá séð að það væri smá barnaspik að trufla hann,“ sagði Sigurvin.

Hér að neðan má sjá umræðuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner