Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júní 2020 15:57
Elvar Geir Magnússon
Tómas Ingi og Friðgeir þjálfa kempulið í nýjum sjónvarpsþáttum
Frá æfingu í Laugardalnum í gær.
Frá æfingu í Laugardalnum í gær.
Mynd: FC Ísland
Margir þekktir fyrrum fótboltamenn hafa sameinast í nýju kempuliði sem hefur fengið nafnið FC Ísland.

Liðið mun ferðast um landið í sumar og skora á lið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó leikmenn séu komnir af léttasta skeiði í boltanum eru þeir sannfærðir um að sigra í öllum leikjunum.

Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði liðsins. Þjálfari er Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans er Friðgeir Bergsteinsson, athafnamaður og stuðningsmaður KR.

Gerðir verða sjónvarpsþættir um ferðalög liðsins en þættirnir, sem heita Framlengingin, verða á Stöð 2.

Fyrsta æfing liðsins var í Laugardalnum í gær en hún gekk vel og án nokkurra meiðsla. Á myndum frá æfingunni má sjá mörg þekkt andlit; þar á meðal Tryggva Guðmundsson, Sævar Þór Gíslason, Björgólf Takefusa, Gunnlaug Jónsson, Ingólf Sigurðsson og Hjört Hjartarson.

FC Ísland spilar fjóra leiki í heildina. Sem fara fram á eftirfarandi dagsetningum og stöðum:

Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júní.
Annar leikur á Akranesi 2. júlí
Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí
Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner