Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júní 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Englendinga eftir riðlakeppnina - Sterling bestur
Raheem Sterling hefur skorað bæði mörk Englands á mótinu.
Raheem Sterling hefur skorað bæði mörk Englands á mótinu.
Mynd: EPA
Kalvin Phillips hefur staðið sig vel.
Kalvin Phillips hefur staðið sig vel.
Mynd: EPA
England vann sinn riðil á EM alls staðar en liðið lagði Tékkland 1-0 með marki Raheem Sterling í gær. Sterling var besti leikmaður Englendinga í riðlakeppninni samkvæmt Daily Mail sem gefur öllum leikmönnum liðsins einkunnir nú þegar útsláttarkeppnin er framundan.

Sterling átti ekki sitt besta tímabil fyrir Manchester City en Gareth Southgate hélt áfram að treysta á hann. Sterling hefur náð að þagga niður í efasemdarröddum og skorað bæði mörk Englands á mótinu.

Sagt er að frammistaða Kalvin Phillips, miðjumanns Leeds, hafi verið óvæntasta frammistaðan. Phillips fær 8,5 í einkunn og sagt að hann hafi sýnt að hann er kominn til að vera í enska landsliðinu.

Harry Kane, fyrirliði liðsins, fær aðeins sex í einkunn og í umsögn er sagt að hann verði að gera betur.

Einkennir Englands:
Jordan Pickford 7,5
Kyle Walker 7
Kieran Trippier 6,5
Reece James 6
John Stones 8
Tyrone Mings 7
Harry Maguire 6
Luke Shaw 7
Kalvin Phillips 8,5
Declan Rice 7
Jude Bellingham 6
Jordan Henderson 5
Phil Foden 7
Jack Grealish 7,5
Mason Mount 7
Raheem Sterling 9
Bukay Saka 7,5
Harry Kane 6
Jadon Sancho 4
Marcus Rashford 5

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner