Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lopetegui neitaði svimandi tilboði frá Tottenham
Lopetegui
Lopetegui
Mynd: EPA
Forseti Sevilla, Jose Castro, segir að Tottenham hafi boðið Julen Lopetegui svimandi háa upphæð til að taka við sem stjóri félagsins, Lopetegui hafi neitað og sé ánægður hjá spænska félaginu.

Lopetegui er 54 ára gamall Spánverji sem hefur verið stjóri Sevilla frá árinu 2019. Hann var stjóri Real Madrid í skamman tíma þar á undan og landsliðsþjálfari Spánar á árunum 2016-2018.

Tottenham er og hefur verið í stjóraleit frá því félagið lét Jose Mourinho fara í apríl. Félagið hefur rætt við Mauricio Pochettino, Antonio Conte, Paulo Fonseca og Gennaro Gattuso en hefur ekki tekist að sannfæra neinn til þessa um að taka við stjórastöðunni.

„Julen hringdi í mig og sagði mér frá þessu. Hann sagði að hann hefði fengið tilboð sem hann hefði ekki hlustað á og eitt svimandi tilboð frá Tottenham. Við framlengdum við hann til tveggja ára og hann er mjög ánægður í Andalúsíu. Hann segir að það væri erfitt að finna betri stað til að vinna á," sagði Castro í viðtali á spænskri útvarpsstöð.
Athugasemdir
banner
banner