Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júní 2022 18:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks og KR: Qvist byrjar - Kjartan Henry á bekknum
Mikkel Qvist
Mikkel Qvist
Mynd: blikar.is
Arnór Sveinn byrjar, hann kannast ágætlega við sig á Kópavogsvelli.
Arnór Sveinn byrjar, hann kannast ágætlega við sig á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram stórleikur á Kópavogsvelli í Bestu deild karla þegar Breiðablik tekur á móti KR. Leikurinn er liður í 12. umferð deildarinnar.

12. umferðin fer fram dagana 9.- 11. júlí en þar sem þessi tvö lið taka þátt í Sambandsdeild Evrópu var ákveðið að flýta leiknum um tvær vikur til að gefa andrými í kringum Evrópuleikina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Breiðablik vann 4-1 sigur gegn KA á mánudag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, gerir tvær breytingar á liði sínu. Damir Muminovic tekur út leikbann og þá tekur Anton Logi Lúðvíksson sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Mikkel Qvist og Oliver Sigurjónsson. Mikkel er að byrja sinn fyrsta keppnisleik fyrir Breiðablik. Kristinn Steindórsson snýr til baka í leikmannahóp Blika eftir meiðsli.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Stjörnunni á mánudag. Grétar Snær Gunnarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og inn í liðið kemur Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Sigurður Bjartur Hallsson kemur þá inn í liðið fyrir Kjartan Henry Finnbogason sem tekur sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner