Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. júní 2022 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Breiðablik valtaði yfir KR
Ísak Snær skoraði eitt, lagði upp eitt og fiskaði víti í dag.
Ísak Snær skoraði eitt, lagði upp eitt og fiskaði víti í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru skellihlæjandi á toppnum.
Blikar eru skellihlæjandi á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 KR
1-0 Viktor Karl Einarsson ('24 )
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('39 , víti)
3-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('55 )
4-0 Jason Daði Svanþórsson ('59 )
Lestu um leikinn

Breiðablik gjörsamlega valtaði yfir KR í leik sem var að klárast í Bestu deild karla núna fyrir stuttu.

Blikarnir hafa verið alveg ótrúlega góðir í sumar; búnir að vera langbesta lið deildarinnar. Á meðan hafa KR-ingarnir ekki náð í nægilega góð úrslit.

KR-ingar áttu sín augnablik í byrjun leiks en það voru heimamenn sem tóku forystuna þegar Viktor Karl Einarsson skoraði í kjölfarið á slæmri sendingu frá Finni Tómasi Pálmasyni, varnarmanni KR.

Gestirnir sköpuðu sér fína séns og þeir virtust vera að færast ansi nálægt jöfnunarmarki þegar Blikar fengu vítaspyrnu á 37. mínútu. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson fór á vítapunktinn og skoraði.

Snemma í seinni hálfleiknum gekk Ísak Snær Þorvaldsson, besti leikmaður deildarinnar til þessa, frá leiknum með því að skora og leggja upp með litlu millibili. Hann er búinn að skora ellefu mörk í tíu leikjum og leggja upp fjögur mörk ofan á það. Mosfellingarnir, Ísak og Jason Daði Svanþórsson, hafa verið að vinna vel saman í sóknarlínu Blika.

Lokatölur 4-0 fyrir Breiðablik fyrir framan 1679 áhorfendur á Kópavogsvelli. Blikar eru á toppnum með ellefu stiga forskot eftir ellefu leiki spilaða. Liðin fyrir neðan eiga þó leik til góða þar sem þetta var fyrsti leikurinn í tólftu umferð. Þessi lið eru að fara að spila í Evrópukeppni og þess vegna var þessi leikur núna.

KR er í sjötta sæti með 16 stig og er það ekki mjög ásættanlegur árangur í Vesturbæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner