Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júní 2022 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Hákon Arnar minna á Griezmann
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson kom eins og stormsveipur inn í íslenska A-landsliðið í síðasta landsleikjaglugga.

Hann spilaði gríðarlega vel og sýndi að hann er tilbúinn að spila með A-landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.

Hákon er á mála hjá FC Kaupmannahöfn, stærsta félagi Skandinavíu. Hann var mjög góður eftir áramót á síðasta tímabili og hjálpaði FCK að vinna danska meistaratitilinn. Það eru miklar vonir bundnar við hann fyrir næstu leiktíð eins og kemur fram í grein Football Talent Scout um Hákon.

Þar segir að Hákon hafi alla burði til þess að vera mikilvægur fyrir FCK á næstu leiktíð og það verði mörg augu á honum.

Hákoni er í greininni líkt við franska landsliðsmanninn Antoine Griezmann. „Þeir eru með svipaða líkamsbyggingu og eru báðir mjög góðir með boltann við fæturnar. Haraldsson hefur sýnt að hann er mjög fær um að klára færi og staðsetningar hans eru mjög góðar. Báðir leikmenn vita líka hvernig á að verjast og þú getur ekki efast um hugarfar þeirra. Þeir munu hlaupa fyrir liðið.”

Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála hjá Hákoni; hann er einn af okkar allra efnilegustu leikmönnum.


Athugasemdir
banner
banner