banner
   fim 23. júní 2022 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forest mun borga stóran launapakka Henderson
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur komist að samkomulagi við Manchester United um að fá markvörðinn Dean Henderson á láni út komandi keppnistímabil.

Fram kemur á The Athletic að Forest muni borga allan launapakka Henderson á tímabilinu.

Hann er sagður fá um 100 þúsund í vikulaun sem er svo sannarlega mikið fyrir nýliða í ensku úrvalsdeildinni að borga.

Forest á svo möguleikann á því að kaupa hinn 25 ára gamla Henderson á um 20 milljónir punda næsta sumar.

Forest var fljótt að bregðast við þegar markvörðurinn Brice Samba tilkynnti að hann vildi fara en hann mun líklega ganga í raðir Lens í Frakklandi.

Henderson hefur verið varamarkvörður fyrir David de Gea og lék aðeins þrjá leiki á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner