Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júní 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg og Kompany byrja í Huddersfield
Vincent Kompany nýr stjóri Burnley.
Vincent Kompany nýr stjóri Burnley.
Mynd: Burnley
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Töfluröðun fyrir komandi tímabil í Championship-deildinni, ensku B-deildinni, var opinberuð í morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley leika opnunarleik deildarinnar þegar þeir heimsækja Huddersfield. Það verður fyrsti leikur Burnley undir stjórn Vincent Kompany.

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili ásamt Watford og Norwich City.

Nýliðar Sunderland mæta Coventry í fyrsta Championship leik liðsins í fjögur ár.

Rétt eins og í úrvalsdeildinni verður gert hlé á keppni á miðju tímabili vegna HM í Katar.

Fyrsta umferð Championship-deildarinnar:

Föstudagur 29. júlí
Huddersfield Town - Burnley

Laugardagur 30. júlí
Blackburn Rovers - Queens Park Rangers
Blackpool - Reading
Cardiff City - Norwich City
Hull City - Bristol City
Luton Town - Birmingham City
Middlesbrough - West Bromwich Albion (17:30)
Millwall - Stoke City
Rotherham United - Swansea City
Wigan Athletic - Preston North End

Sunnudagur 31. júlí
Sunderland - Coventry City

Mánudagur 1. ágúst
Watford - Sheffield United
Athugasemdir
banner
banner
banner