fim 23. júní 2022 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Stólarnir sannfærandi og Fjölnir af botninum
Stólarnir eru í öðru sæti.
Stólarnir eru í öðru sæti.
Mynd: Hrefna Morthens
Tindastóll skellti sér upp í annað sæti Lengjudeildar kvenna með þægilegum sigri gegn Augnabliki á heimavelli í kvöld.

María Dögg Jóhannesdóttir kom Stólunum á bragðið og bættu þær Aldís María Jóhannsdóttir og Murielle Tiernan svo við mörkum.

Lokatölur 3-0 fyrir Stólana sem féllu úr Bestu deildinni í fyrra. Þær stefna á að komast beint aftur upp og eru núna komnar upp fyrir HK í annað sæti deildarinnar eftir átta leiki. Augnablik er í sjöunda sæti með sex stig.

Þá hafði Fjölnir betur gegn Haukum í botnbaráttuslagnum. Haukar tóku forystuna í leiknum en Fjölnir kom til baka og tókst að landa góðum sigri.

Fjölnir fer núna upp fyrir Hauka og sitja Haukar á botninum með aðeins þrjú stig. Fjölnir er með fjögur stig.

Haukar 1 - 2 Fjölnir

Tindastóll 3 - 0 Augnablik
1-0 María Dögg Jóhannesdóttir
2-0 Aldís María Jóhannsdóttir
3-0 Murielle Tiernan
Athugasemdir
banner
banner
banner