Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. júní 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Miðasala hafin á úrslitaleik Víkings í umspilinu
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings.
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir meisturunum frá Andorra, Inter Escaldes, í úrslitaleik umspils um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld, föstudaginn 24. júní.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og sigurliðið fer liðið í tveggja leikja einvígi við Svíþjóðarmeistara Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þjálfari Malmö er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings.

Miðasala á leikinn er hafin og fer fram gegnum miðasölu-appið Stubbur. Miðaverðið 3.000 krónur sem gildir yfir alla.

Með góðum árangri íslenskra liða í Evrópukeppni í ár gæti íslenska deildin endurheimt Evrópusætið sem hún missti.

Víkingar léku á als oddi þegar þeir rúlluðu yfir Levadia Tallinn á þriðjudaginn.

„Víkingar voru einfaldlega miklu, miklu, miklu betra liðið á vellinum í kvöld," skrifaði skemmtanastjórinn Arnar Daði í textalýsingu frá 6-1 sigri Víkings.

Kyle McLagan, Kristall Máni Ingason, Halldór Smári Sigurðsson, Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson og Júlíus Magnússon skoruðu mörk Víkinga í þeim leik.

Inter Escaldes komst í þennan leik með því að vinna La Fiorita frá San Marínó í undanúrslitum á þriðjudag. Genis Soldevila, 35 ára spænskur sóknarleikmaður, skoraði bæði mörkin í 2-1 endurkomusigri.

Undirritaður sá þann leik og býst við afskaplega öruggum sigri Víkings í kvöld. Það er gríðarlegur gæðamunur á þessum tveimur liðum. Inter Escaldes hefur orðið meistari í Andorra undanfarin þrjú ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner