Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. júní 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle á eftir Neymar sem má fara frá PSG
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Brasilíska stórstjarnan Neymar má fara frá Paris Saint-Germain í sumar.

Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar en PSG keypti hann fyrir 220 milljónir evra árið 2017. Neymar hefur ekki staðist væntingarnar í ljósi þess að félagið hefur ekki unnið Meistaradeildina frá því hann kom. Hann er búinn að vera mikið meiddur og ekki staðið undir þessum rosalega verðmiða.

PSG er tilbúið að losa sig við hann, en það eru ekki mörg félög sem hafa efni á launum hans.

Eitt af þeim félögum er Newcastle á Englandi sem er með ríkustu eigendur í heimi. Eigenndur þeirra eru frá Sádí-Arabíu og nýta félagið til að hvítþvo sjálfa sig og mannréttindabrot þjóðar sinnar. Þeir eiga ótrúlegt magn af peningum og geta notað þá til að kaupa Neymar.

Vandamálið er það hins vegar að Neymar vill ekki fara til Newcastle og hann sjálfur er sagður vilja vera áfram hjá PSG. En peningarnir gætu auðvitað heillað hann.

Neymar er með samning við PSG til 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner