Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júní 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spyr hvort ævintýrinu er að ljúka? - „Liðin séu líka að fatta þetta"
Stubbur.
Stubbur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Gæti verið að við séum að horfa upp á að ævintýrinu sé að ljúka hjá okkar manni Stubbi?” spurði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu fyrr í þessari viku.

Steinþór Már Auðunsson, eða Stubbur eins og hann er alltaf kallaður, kom stórkostlegur inn í lið KA á síðustu leiktíð og var með betri markvörðum deildarinnar. Það var mikil saga í ljósi þess að hann hafði hæst spilað í Lengjudeildinni með Magna á Grenivík.

Hann byrjaði þetta tímabil vel en svo hefur frammistaða hans aðeins dalað. Hann átti ekki góðan leik á móti Breiðabliki síðasta mánudag.

„Var þetta ekki allt inni? Það var ekki eins og þetta væri stöngin inn allt saman. Þetta eru góð færi en hann var að verja góð færi í fyrra. Hann var seinn niður. Það hefur aðeins fjarað undan þessu hjá honum,” sagði Tómas.

„Hann var að bjarga miklu í fyrra og átti ótrúlegar markvörslur. Núna þarftu eiginlega bara að setja þetta á markið nálægt stönginni og niður, og þá er þetta bara inni. Ég held að liðin séu líka að fatta þetta.”

„Aðeins til hliðar og niðri. Hann elskar allt uppi,” sagði Tómas.

Hvað segir tölfræðin:
Stubbur er í fimmta sæti yfir markverði deildarinnar þegar kemur að ‘goals prevented’ í sumar með 1,07. Sú tölfræði mælir það hversu mörg mörk markvörður er að koma í veg fyrir miðað við hversu góð færi hann er að verja. Í þessari tölfræði er verið að blanda saman gæði tilrauna sem koma á markið og markafjölda sem liðið hefur fengið á sig.

Hann er líka í fimmta sæti yfir flest varin skot í Bestu deildinni í sumar, eða 34 talsins.
Innkastið - Ísak býr til mörk og Valur tengir saman sigra
Athugasemdir
banner
banner
banner