banner
   fim 23. júní 2022 11:48
Elvar Geir Magnússon
Staða Íslands á heimslista FIFA breyttist ekki - Danir upp fyrir Þjóðverja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er áfram í 63. sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var birtur í morgun.

Brasilíumenn tróna enn á toppnum og Belgar halda kyrru fyrir í öðru sæti. Frakkar falla hinsvegar niður úr topp þremur þar sem Argentínumenn komast upp í þriðja sætið.

Danmörk er komið inn á topp tíu en liðið hefur verið á svakalegu flugi. Danir eru komnir uppfyrir Þýskaland.

Ef staða Norðurlandaþjóðanna er skoðuð þá er Svíþjóð í 20. sæti, Noregur í 36. sæti, Finnland i 59. sæti og Færeyjar eru á niðurleið og sitja í 125. sæti.

Smelltu hér til að sjá heimslistann í heild


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner