Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 23. júní 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan ætti að vera í tíunda sæti - Haraldur ótrúlega mikilvægur
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson er sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk í Bestu deild karla ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina.

Þessi tölfræði mælir það hversu mörg mörk markvörður er að koma í veg fyrir miðað við hversu góð færi hann er að verja. Í þessari tölfræði er verið að blanda saman gæði tilrauna sem koma á markið og markafjölda sem liðið hefur fengið á sig.

Stjarnan er búin að fá á sig 13 mörk í sumar en ætti að vera búin að fá á sig fleiri mörk ef Haraldur væri ekki að verja svona vel.

Stjarnan er í öðru sæti og getur þakkað Haraldi að mörgu leyti fyrir það þar sem hann hefur verið gríðarlega öflugur í markinu.

Stjarnan í tíunda sæti í 'expected points'
Það sem vekur líka athygli er að Stjarnan er í tíunda sæti þegar farið er yfir 'expected points' í Bestu deildinni en í öðru sæti í raun og veru.

‘Expected points’ er sem sagt tölfræði sem mælir líkurnar á því að lið vinni leik miðað við möguleikana sem liðið skapaði og fékk á sig (xG) í þeim tiltekna leik. Þessi tölfræði gefur yfirleitt góða vísbendingu um það hversu mörg stig lið eiga skilið að vera með miðað við frammistöðu; áætlaður stigafjöldi miðað við tölfræði.

Stjarnan fékk til að mynda 0,1 'expected points' í síðasta leik á móti KR en tókst samt sem áður að landa einu stigi. KR-ingar voru með mikla yfirburði í leiknum.

Þar er Stjarnan í tíunda sæti með áætlaðan stigafjölda upp á 10,5 stig. Í alvöru eru þeir með 19 stig í öðru sæti.

Þetta sýnir fram á að Stjarnan er búin að nýta færin sín mjög vel og það hversu ótrúlega mikilvægur Haraldur er búinn að vera í sumar.

Sjá einnig:
ÍBV á botninum en ætti að vera um miðja deild

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner